Ísbirnir á Hornströndum?

Tveir ísbirnir hafa komið til landsins í sumar og hugsanlegt …
Tveir ísbirnir hafa komið til landsins í sumar og hugsanlegt er að fleiri séu hér.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og lögreglan á Vestfjörðum er nú að kanna hvort ísbirnir séu á Hornströndum. Hópur göngumanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni í Skálakambi við Hælavík í kvöld.

Göngumennirnir sáu tvo hvíta bletti í fjallinu, sem voru horfnir þegar þeir komu þangað aftur nokkru síðar.

Að sögn Landhelgisgæslunnar kom beiðni um aðstoð þangað um klukkan 21:30 í kvöld og var þyrla með fjögurra manna áhöfn send á svæðið. Lögreglan er þarna einnig á báti.

Haft var eftir Kristínu Völundardóttur, sýslumanni Ísafjarðarsýslu, í fréttum Útvarpsins, að nokkrir gönguhópar hafa verið á Hælavíkursvæðinu í dag en þeir séu allir komnir í hús utan einn og reynt sé að ná í hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert