Ermarsundsafreki fagnað í Nauthólsvík

mbl.is/G. Rúnar

Benedikt Hjartarsyni sjósundkappa var vel fagnað í Nauthólsvíkinni síðdegis í dag en hann kom um helgina til landsins eftir að hafa fyrstur Íslendinga synt yfir Ermarsund. Það var starfsfólk ylstrandarinnar í Nauthólsvík og siglingaklúbbsins Sigluness sem bauð til móttöku vegna þess. Boðið var upp á kaffi og bakkelsi úr bakaríinu þar sem Benedikt starfar.

Árni Jónsson, deildarstjóri í útivistarmiðstöð Nauthólsvíkur, segir starfsfólkið þar hafa fylgst með Benedikt æfa þrisvar sinnum í viku í allan vetur og líka veturna þar á undan. Aðstaðan í víkinni hafi verið opnuð nokkrum sinnum í viku hverri í vetur vegna frumkvæðis Benedikts, sem hafi jafnvel leyst starfsfólk af í umsjón með húsnæðinu ef með þurfti. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert