Leit að erlendum karlmanni í Esjunni hefur engan árangur borið. Milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn með leitarhunda hafa leitað í suðurhlíð fjallsins í dag frá því til mannsins sást þar sem hann gekk nakinn ofarlega í fjallinu um hádegisbil í dag. Til stendur að fjölga leitarmönnum í kvöld og leita í fjallinu öllu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni í dag en varð frá að hverfa vegna veðurs en þoka og sviptivindar voru á fjallinu í dag.
Föt mannsins fundust neðan við Þverfellshorn í um 200 metra hæð. Einnig er bíll hans á bilastæðinu neðan við fjallið.
Liðsauki hefur verið kallaður út frá björgunarsveitum á Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 innan skamms.