Fannst látinn í Gunnlaugsskarði

Kort af Esjunni. Maðurinn fannst í Gunnlaugsskarði.
Kort af Esjunni. Maðurinn fannst í Gunnlaugsskarði. mbl.is/Gói

Karl­maður á þrítugs­aldri sem leitað hef­ur verið að síðastliðinn sól­ar­hring á Esj­unni fannst lát­inn í Gunn­laugs­skarði í suður­hlíð Esj­unn­ar nú á ell­efta tím­an­um skv. upp­lýs­ing­um frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björgu. TF-GNÁ, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, fann mann­inn.

Gunn­laugs­skarð er rof í hamra­belt­inu sem er á milli Kistu­fells og aust­ur­enda Þver­fells­horns. Föt manns­ins fund­ust neðan við Þver­fells­horn í um 200 metra hæð. 

Maður­inn var pólsk­ur rík­is­borg­ari, sem hafði dvalið hér á landi í tæpt ár og unnið í bygg­inga­vinnu.  

Mikil leit hefur staðið yfir í sólarhring í Esjunni.
Mik­il leit hef­ur staðið yfir í sól­ar­hring í Esj­unni. mbl.is/​HAG
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert