Fannst látinn í Gunnlaugsskarði

Kort af Esjunni. Maðurinn fannst í Gunnlaugsskarði.
Kort af Esjunni. Maðurinn fannst í Gunnlaugsskarði. mbl.is/Gói

Karlmaður á þrítugsaldri sem leitað hefur verið að síðastliðinn sólarhring á Esjunni fannst látinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíð Esjunnar nú á ellefta tímanum skv. upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn.

Gunnlaugsskarð er rof í hamrabeltinu sem er á milli Kistufells og austurenda Þverfellshorns. Föt mannsins fundust neðan við Þverfellshorn í um 200 metra hæð. 

Maðurinn var pólskur ríkisborgari, sem hafði dvalið hér á landi í tæpt ár og unnið í byggingavinnu.  

Mikil leit hefur staðið yfir í sólarhring í Esjunni.
Mikil leit hefur staðið yfir í sólarhring í Esjunni. mbl.is/HAG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert