Haldið áfram að leita á Esjunni

Frá leitinni í gær.
Frá leitinni í gær. mbl.is/hag

Björg­un­ar­sveit­ar­menn hófu aft­ur leit að mann­in­um sem sást ganga nak­inn á Esj­unni gær af full­um krafti upp úr kl. átta í morg­un. Leit að mann­in­um hef­ur staðið yfir frá því í há­deg­inu í gær en án ár­ang­urs. Að sögn lög­reglu mun þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar aðstoða við leit­ina í dag líkt og í gær.

Síðast sást til manns­ins þegar hóp­ur göngu­manna mætti hon­um í um 600 metra hæð um há­deg­is­bil í gær. Maður­inn var nak­inn og lét hóp­ur­inn lög­reglu vita. 

Föt manns­ins fund­ust neðan við Þver­fells­horn í um 200 metra hæð. Sömu­leiðis fund­ust þar skil­ríki og bíll hans fannst á bíla­stæðinu neðan við fjallið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka