Leitað í alla nótt án árangurs

Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér við leit í hlíðum Esjunnar í …
Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér við leit í hlíðum Esjunnar í gær. mbl.is/hag

Björg­un­ar­sveit­ar­menn leituðu í alla nótt að er­lend­um karl­manni sem gekk á Esj­una í gær klæðalaus. Leit­in hef­ur enn eng­an ár­ang­ur borið. Um 120 leit­ar­menn tóku þátt í leit­inni í gær­kvöldi þegar mest var, en fækkað var í leit­ar­hópn­um í nótt. Að sögn lög­reglu mun leit halda áfram í dag.

Þyrl­ur hafa verið notaðar við leit­ina og spor­hund­ar. Aðstæður til leit­ar í fjall­inu hafa hins veg­ar verið erfiðar, þoka og hvasst.

Göngu­fólk mætti mann­in­um, sem er á þrítugs­aldri, þar sem hann gekk nak­inn í um 600 metra hæð í gær. Fólkið lét lög­reglu vita og í fram­hald­inu hófst leit. 

Föt manns­ins fund­ust neðan við Þver­fells­horn í um 200 metra hæð. Sömu­leiðis fund­ust þar skil­ríki og bíll hans fannst á bíla­stæðinu neðan við fjallið.

Þeir sem vita um ferðir manns­ins eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 444 1100.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert