Líka hneykslast á ísbjarnardrápi 1974

Ísbjörn, sem felldur var á Hrauni á Skaga fyrir skömmu.
Ísbjörn, sem felldur var á Hrauni á Skaga fyrir skömmu. mbl.is/Skapti

Það er ekkert nýtt að hneykslast á hvítabjarnardrápi á Íslandi, að sögn Herborgar Vernharðsdóttur, sem býr í Atlatungu í Fljótavík á sumrin.

Frægt er þegar Ingólfur Eggertsson, eiginmaður hennar, varð ásamt Jóni Gunnarssyni og Helga Geirmundssyni á vegi hvítabjarnar í Fljótavík vorið 1974. „Þeir voru að gera við jeppa fyrir utan neyðarskýlið,“ segir Herborg. „Þá heyrðu þeir hnusið í birninum, sem stóð rétt fyrir aftan þá, jafn undrandi og þeir. Þeir hlupu inn í skýlið, en einn stökk út til að ná í byssuna sem lá fyrir utan. Hann mölvaði rúðuna og skaut björninn. Þeir voru logandi hræddir því synir mínir á unglingsaldri voru væntanlegir á hverri stundu að sækja þá í kaffi.“

Og þá var hneykslast á því að hvítabjörninn væri drepinn. „Þegar Ingólfur var spurður af hverju hann hefði drepið björninn, þá svaraði hann: „Áttum við að bjóða honum að éta okkur?“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert