Sigurður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri í Kópavogi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi, samkvæmt álagningarskrá, sem birt var í dag. Sigurður greiðir 357.130.285 krónur samkvæmt skránni.
Alls eru skattgreiðendur í umdæminu 78.798 auk 1471 barna undir 16 ára aldri, eða alls 80.269. Gjöld lögð á einstaklinga nemur samtals 74.254.091.235 krónum en á börn nemur álagning 18.761.633 krónum.
Meðaltal álagðra gjalda á einstaklinga er hæst á Seltjarnarnesi, 1.418.320 krónur, síðan í Garðabæ, 1.361.953 krónur og á Álftanesi 1.026.312. Lægst er álagningin í Sandgerði, 585.004 krónur.
Listi yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi: