Kristinn Gunnarson gjaldahæstur í Reykjavík

Kristinn Gunnarsson, apótekari, greiðir hæstu opinberu gjöld í Reykjavík á þessu ári og jafnframt á landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum skattstjórans í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónu í heildargjöld. Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Actavis, greiðir 284.760.200 krónur í heildargjöld og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, 275.149.863 krónur.

Alls nema heildargjöld í Reykjavík 90,9 milljörðum króna en 100.098 eru á álagningarkskrá. Þar af greiða 1540 börn skatta, samtals um 21 milljón  króna.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi:

  1. Kristinn Gunnarsson:  450.816.061 kr. 
  2. Vilhelm Róbert Wessman:  284.760.200 kr.
  3. Hreiðar Már Sigurðsson: 275.149.863 kr.
  4. Ingunn Gyða Wernersdóttir: 244.523.366 kr.
  5. Gunnar I. Hafsteinsson: 232.520.023 kr.
  6. Ívar Daníelsson: 201.022.101 kr.
  7. Örvar Kærnested: 141.589.331 kr.
  8. Jón Ásgeir Jóhannesson: 139.835.818 kr.
  9. Friðrik Jóhannsson: 134.818.544
  10. Geir G. Zoéga: 126.630.756 kr.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert