Kristinn Gunnarsson, apótekari, greiðir hæstu opinberu gjöld í Reykjavík á þessu ári og jafnframt á landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum skattstjórans í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónu í heildargjöld. Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Actavis, greiðir 284.760.200 krónur í heildargjöld og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, 275.149.863 krónur.
Alls nema heildargjöld í Reykjavík 90,9 milljörðum króna en 100.098 eru á álagningarkskrá. Þar af greiða 1540 börn skatta, samtals um 21 milljón króna.
Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi: