Steinþór Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri, frá Ísafirði, greiðir hæstu opinberu gjöldin á Vestfjörðum en samkvæmt álagningarskrá skattstjórans á Vestfjörðum greiðir Steinþór 61.355.095 krónur í opinber gjöld.
Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri, greiðir samtals 29,3 milljónir og Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri í Bolungarvík, greiðir 24,7 milljónir.
Listi yfir gjaldhæstu einstaklinganna er eftirfarandi:
- Steinþór Bjarni Kristjánsson, Ísafirði: 61.355.095 krónur
- Ásgeir Guðbjartsson, Ísafirði: 29.338.293 krónur.
- Jakob Valgeir Flosason, Bolungarvík: 24.671.514 krónur.
- Guðrún Jónsdóttir, Patreksfirði: 22.883.974 krónur.
- Freyr Héðinsson, Patreksfirði: 22.843.084 krónur.
- Jóhannes Héðinsson, Patreksfirði: 22.017.887 krónur.
- Rafn Pálsson: 21.579.184 krónur.
- Sigurður G. Guðjónsson, Þingeyri: 20.994.308 krónur.
- Soffía Þóra Einarsdóttir, Ísafirði: 18.676.863 krónur.
- Guðný Guðmundsdóttir, Suðureyri: 11.376.773 krónur.