Með 62 milljónir á mánuði

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var með tæpar 62 milljónir í skattskyldar tekjur á mánuði á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar, sem birtir upplýsingar um tekjur 2500 Íslendinga í sérstöku blaði í dag. Skattskyldar tekjur Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, námu 43 milljónum króna.

Tímaritið Mannlíf hefur einnig reiknað út tekjur 2550 Íslendinga og samkvæmt lista blaðsins námu skattkyldar tekjur Hreiðars Más 64,4 milljónum króna á mánuði og Bjarna 44,8 milljónir króna á mánuði.

Frjáls verslun tekur fram, að um sé að ræða skattskyldar tekjur og er miðað við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Ekki er miðað við fjármagnstekjur.

Samkvæmt úttekt blaðsins námu skattskyldar mánaðartekjur Friðriks Jóhannssonar, stjórnarformanns Icelandic, 31 milljón á mánuði. tekjur Steinþór Gunnarssonar, forstöðumanns verðbréfamiðlunar Landsbankans námu 29,5 milljónum, tekjur Lárusar Welding, forstjóra Glitnis, námu 26,5 milljónum og Jóns Diðriks Jónssonar, fyrrverandi forstjóri Glitnis á Íslandi námu 24,7 milljónum. 

Í næstu sætum koma Baldvin Valtýsson, viðskiptafræðingur hjá Landsbankanum í Lundúnum, með 23,4 milljónir, Guðmundur Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Property Group, með 22,4 milljónir, ón Þorsteinn Oddleifsson, Landsbankanum, með 21,5 milljónir og Tómas Kristjánsson, Siglu, með 21,4 milljónir.

Samkvæmt útreikingum Mannlífs voru tekjur Friðriks Jóhannssonar 32,4 milljónir, Lárusar Welding 27,6 milljónir, Yngva Arnar Kristinssonar, forstöðumanns hjá Landsbankanum, 27 milljónir, Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, 19,5 milljónir, Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarformanns Marels, 14,9 milljónir, Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, 13,2 milljónir, Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group 13,3 milljónir og Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group 11,7 milljónir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert