Launatoppurinn í fyrra

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra mbl.is/Árni Sæberg

„Það er búið að vera mjög hagstæð þróun hér á landi á þessu árabili,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, um þróun skatttekna undanfarinn áratug. „Síðasta ár er kannski toppurinn og ljóst að þetta hefur verið afar gott ár fyrir almenning. Það kemur fram í tekjum hins opinbera, sérstaklega sveitarfélaganna.“

Hann segir þessa jákvæðu þróun ekki hafa komið af sjálfu sér. „Hún stafar af því að það hefur verið ýtt undir hana og skapað gott umhverfi fyrir fólk til að vinna í, sem hefur leitt til þess að það hafa skapast miklar tekjur og ríkið er að fá sitt út úr því.“

Hann reiknar ekki með að skatttekjur vegna þessa árs verði jafnmiklar og vegna ársins í fyrra, bæði vegna skattalækkana og sökum þess að hægst hefur um í efnahagslífinu. hos

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert