Bíll fór út af Drottningarbraut á Akureyri inn á afleggjarann að flugstöðinni í gærkvöldi. Valt bíllinn í beygjunni og hafnaði úti í skurði. Tveir ungir karlmenn voru í bílnum en þeir sluppu án meiðsla. Lögregla hefur þá grunaða um að hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna.
Þar fyrir utan urðu nokkrir smáárekstrar á Akureyri í gærkvöldi og nótt en engin slys á fólki.
Lögregla segir, að skemmtanahald tengt hátíðinni Einni með öllu hafi farið vel fram í bænum og engin alvarleg mál komu á borð lögreglu. Nokkrir, sem voru hvíldarþurfi, gistu fangageymslur en að öðru leiti gekk næturlífið vel og lítið var um óspektir.