Regnið setur svip á tónleika

Regnhlífar komu að góðum notum í Laugardalnum í kvöld.
Regnhlífar komu að góðum notum í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Ómar

Hellirigning var þegar Töðugleði, tónleikar Stuðmanna, Nýdanskrar og Ingó & Veðurguðanna hófust  í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í kvöld og setti það nokkurn svip á upphaf tónleikanna. Talið var að nokkur hundruð manns hafi verið í garðinum þegar Nýdönsk hóf leik en fólk streymdi þá að.

Stuðmenn hafa staðið fyrir fjölskylduskemmtun í Laugardal í Reykjavík undanfarnar fimm verslunarmannahelgar og á síðasta ári var áætlað að um 12 þúsund manns hefðu komið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Jakob Magnússon, Stuðmaður, sagði við Morgunblaðið fyrir helgi að talið hafi verið heppilegt að hafa veðurguðina með sér í liði en það virtist þó ekki hafa skilað árangri, að minnsta kosti í upphafi tónleikanna. 

Tónleikunum er útvarpað beint á Rás 2.

Hljómsveitin Nýdönsk hóf leik í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í kvöld
Hljómsveitin Nýdönsk hóf leik í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í kvöld mbl.is/Ómar
Gestir á Töðugleðinni voru á öllum aldri eins og vera …
Gestir á Töðugleðinni voru á öllum aldri eins og vera ber. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert