Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út laust eftir miðmættið í nótt vegna báts, sem var í vanda staddur fyrir utan Eyðið. Fram kemur á fréttavefnum Eyjar.net, að einungis fjórum mínútum eftir að útkallið barst var björgunarbáturinn Þór farinn frá bryggju.
Fram kemur, að ekki hafi verið um bráða hættu að ræða heldur voru höfðu þrír ungir piltar siglt frá Þorlákshöfn til Eyja á plastbáti til að taka þátt í þjóðhátíðargleðinni.
Piltarnir voru illa búnir til sjófararinnar, einn var í björgunarvesti og eitt lítið ljós var á bátnum. Þeir óskuðu eftir aðstoð til að komast inn til hafnar og fylgdi Þór þeim þangað.