Kjálkabrotinn í Eyjum

Ein alvarleg líkamsárás átti sér stað á þjóðhátíð í Eyjum og var þolandi fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna kjálkabrots. Sex aðrar líkamsárásir voru tilkynntar yfir hátíðina, allar minniháttar. Nokkur þjófnaðarmál komu upp og var þar aðallega um að ræða að greipar voru látnar sópa úr tjöldum hátíðargesta.

Samtals komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum sautján fíkniefnamál á hátíðinni frá fimmtudegi, en mikil áhersla var lögð á að hafa eftirlit með þessum málaflokki. Eru það mikil umskipti frá árinu 2005 þegar upp komu á fimmta tug mála. Nú var um að ræða amfetamín, kókaín, kannabis og sýru, en efnin fundust bæði á fólki en einnig á víðavangi þar sem neytendur höfðu kastað þeim frá sér, er þeir urðu varir við lögreglu.

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk ekki vitneskju eða upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni, en þolendur brotanna bíða oft með að tilkynna þau. Því er ekki vitað hvort slík brot hafi átt sér stað eða ekki. thorbjorn@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka