Fór á neyðarmóttöku í Eyjum

Meint fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum leitaði aðstoðar á heilsugæslunni í Eyjum eftir verslunarmannahelgina en lögreglan hefur ekki fengið kæru vegna málsins.

Tvær konur hafa þá leitað á neyðarmóttöku sjúkrahússins á Akureyri eftir helgina en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort málin hafi verið kærð til lögreglu.

Enginn þolandi kynferðisofbeldis leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær að sögn Eyrúnar Jónsdóttur hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka