Lýst eftir vitnum að líkamsárás

Lögreglan í  Vestmannaeyjum auglýsir eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í Herjólfsdal um það leiti sem brekkusöngnum á þjóðhátíð var að ljúka á sunnudagskvöldið. 

Samkvæmt frásögn þess er fyrir árásinni varð, var hann að ganga niður brekkuna á milli stóra sviðsins og veitingatjaldsins þegar hann var sleginn í andlitið með flösku. 

Sá er fyrir árásinni varð var klæddur í gylltar leggingsbuxur, svarta hermannaklossa, bleikt ballerínupils, bleikan bol og með bleika loðhúfu á höfði. 

Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 481 1665.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka