Rennsli Skaftár vex enn

Skaftá í Skaftárdal síðdegis.
Skaftá í Skaftárdal síðdegis. mbl.is/Jónas

Áfram heldur að vaxa í Skaftá og var rennsli árinnar við Sveinstind komið í 349 rúmmetra á sekúndu nú um klukkan 21. Búast má við að hlaupið nái hámarki í nótt við Sveinstind en síðar í byggð.

Björgunarsveitir fóru upp á hálendið til að tryggja, að fólk væri ekki nærri upptökum hlaupsins en þar er hætta á brennisteinseitrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka