„Ég sá klukkan átta að það var byrjað að vaxa,“ segir Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi í Skaftárdal, spurður út í hlaupið í Skaftá. Oddsteinn segir það vaxa rólega í ánni og að engin hætta sé á ferð. „Það fer nú frekar rólega að því,“ segir hann um rennslið í ánni.