Enn stöðugt rennsli í Skaftá

Brú yfir Skaftá í Skaftárdal.
Brú yfir Skaftá í Skaftárdal. mbl.is/Jónas

„Þetta er svona meðalhlaup eins og er, og þetta verður líklega aðeins lengra hjá okkur," segir Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi í Skaftárdal, um Hlaupið í Skaftá.  Rennsli í Skaftá náði hámarki við Sveinstinda undir miðnætti í gær og mældist 352 rúmmetrar um sex leytið í morgun. 

Oddsteinn segir að töluvert sé í það að Skaftá renni yfir veginn í Skaftárdal eins og oft hefur gerst í Skaftárhlaupum.

 „Rennslið er enn stöðugt hjá okkur og heldur líklega áfram að vaxa fram í allan dag, eða fram á nótt," segir Oddsteinn.   Hlaupið í Skaftá telst í minna lagi því stærst verða Skaftárhlaup allt að 1800 rúmmetrar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka