Hlaupið í rénun

Fréttaritari MBL í Vík myndaði flóðið fyrir Vefsjónvarpið seinnipartinn í gær við brúna yfir ána á veginum að bænum Skaftárdal meðan áin var enn í vexti. Hlaupvatnið var þá  byrjað að vætla upp á slóðann heim í Skaftárdal en langt í frá ófært. Síðast var hlaup í Skaftá í apríl 2006. Hlaupin verða yfirleitt stærri á sumrum út af leysingavatni en þá er meira í ánni. Þetta hlaup er hinsvegar lítið og virðist koma úr vestari katlinum en eystri ketillinn er stærri og veldur stærri hlaupum. Talið er að hann sé búinn að fylla sig og vænta megi þess að stærra hlaup verði áður en langt um líður.

Að meðaltali verða hlaup í ánni á um tveggja ára fresti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka