Hratt hefur dregið úr rennsli Skaftár í nótt en það fór að aukast á ný síðdegis í gær. Hámarkinu náði rennslið við Sveinstind um miðnættið þegar það fór í 390 rúmmetra á sekúndu en er nú komið niður í 364 rúmmetra. Hefðbundið rennsli í ánni er um 150 rúmmetrar á sekúndu.
Oddur
Sigurðsson, sérfræðingur á jöklasviði hjá Vatnamælingum Íslands, segir
hlaupið lítið. „Það gæti þó tekið nokkra daga, upp í viku fyrir ána að
jafna sig að fullu.“