Gísli Marteinn hættir í borgarráði

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. Valdís Þórðardóttir

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur ákveðið að fara í meistaranám í borgarfræðum við Edinborgarháskóla í haust, en hann hyggst útskrifast úr BA-námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í haust. Af þessum sökum mun hann hætta í borgarráði og láta af nefndarstörfum, en sitja áfram sem borgarfulltrúi og fljúga heim á borgarstjórnarfundi.

Í bréfi sem hann sendi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á mánudag, þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína, segir að námið standi í tólf mánuði og sameini „margskonar viðfangsefni borgarlífs, allt frá skipulagsmálum og arkitektúr yfir í hagfræði borga, hagkvæmni samganga, húsnæðismála og þess sem þeir kalla „urban politics“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka