Upplýsingar um Bretana eru nýjar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/G. Rúnar

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það séu nýjar upplýsingar fyrir sér, að íslensk stjórnvöld hafi verið búin að heita breskum stjórnvöldum stuðningi við innrásina í Írak áður en Bandaríkjamenn fengu slíkan stuðning héðan. Þessar upplýsingar koma fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings í nýrri bók um íslenska utanríkisstefnu.

Geir segir að líta beri til þess að þarna sé sagnfræðileg ritgerð á ferðinni. „Ég sé ekki að það skipti máli hvort greint var frá afstöðu Íslands 17. eða 18. mars 2003. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra á þeim tíma höfðu bæði ríkisstjórnina og sína þingflokka á bak við sig í málinu. Ella hefði ríkisstjórnin farið frá,“ segir Geir og telur jafnframt ekki að bein tengsl hafi verið á milli þessa máls og viðræðna við Bandaríkin um varnarmálin. Það sé ályktun sem sagnfræðingurinn dregur.

Geir tekur heldur ekki undir þá niðurstöðu Vals að íslensk utanríkisstefna hafi beðið hnekki í málinu. Spilað hafi verið úr spilunum eins vel og hægt var, miðað við hvaða ákvörðun Bandaríkjamenn tóku. bjb@mbl.is

Tjáir sig ekki

Halldór Ásgrímsson, fv. utanríkisráðherra, hefur brugðist við grein Vals og m.a. sagst ekki kannast við stuðning við bresk stjórnvöld áður en ríkisstjórn Íslands fjallaði um stuðningsbeiðni Bandaríkjastjórnar þann 18. mars 2003. bjb@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert