Bitruvirkjun á kortið á ný?

Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun
Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun Af vefnum hengill.nu

Kjart­an Magnús­son, formaður stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir að ekki liggi fyr­ir nein ákvörðun um hvort farið verði út í fram­kvæmd­ir við Bitru­virkj­un nú eft­ir slit á meiri­hluta­sam­starfi sjálf­stæðismanna og Ólafs F. Magnús­son­ar í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Það muni koma í ljós í mál­efna­samn­ingi nýs meiri­hluta í borg­ar­stjórn, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem kynnt­ur verður næst­kom­andi fimmtu­dag.

Ólaf­ur F. Magnús­son sagði ný­verið al­veg ljóst að Bitru­virkj­un hafi verið sleg­in af en haft var eft­ir Kjart­ani á þeim tíma að aldrei hafi verið samþykkt í stjórn OR að hætta við Bitru­virkj­un held­ur hafi ein­ung­is und­ir­bún­ingi verið hætt meðan málið er skoðað bet­ur.

Þann fimmta júní sl. felldi borg­ar­ráð Reykja­vík­ur til­lögu Óskars Bergs­son­ar, borg­ar­ráðsfull­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að end­ur­skoða ákvörðun um að hætta við Bitru­virkj­un. Seg­ir Óskar í bók­un, að með þessu hafi borg­ar­ráð lagt bless­un sína yfir ákvörðun sem tek­in var í fljót­færni og muni kosta Orku­veitu Reykja­vík­ur um einn millj­arð króna. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is litu sjálf­stæðis­menn aldrei þannig á að virkj­un­in hafi verið sleg­in af held­ur ein­ung­is hafi henni verið frestað á meðan farið væri yfir niður­stöðu  Skipu­lags­stofn­un­ar.

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar vegna fram­kvæmda við Bitru­virkj­un kem­ur fram að bygg­ing virkj­un­ar­inn­ar sé ekki viðun­andi vegna veru­legra nei­kvæðra og óaft­ur­kræfra áhrifa á lands­lag, úti­vist og ferðaþjón­ustu. Seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar að fyr­ir­huguð Bitru­virkj­un myndi breyta lands­lags­ásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.  

Að því gefnu að Óskar hafi ekki breytt um skoðun frá því í júní og miðað við þær áhersl­ur sem lagðar verða á at­vinnu­mál í nýj­um mál­efna­samn­ingi nýs meiri­hluta má telja lík­legt að nýr meiri­hluti muni skoða þann mögu­leika að breyta fyrri áform­um um Bitru­virkj­un þannig að þau falli bet­ur að niður­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar.

Sjá samþykkt stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur um mál­efni Bitru­virkj­un­ar 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert