Hleypir spennu í sambandið

 Óskar Bergsson segir að full sátt hafi náðst í Rei málinu. Ráðist verði í útrás Orkuveitu Reykjavíkur eins og framsóknarmenn hafi viljað, en með þátttöku utanaðkomandi fjárfesta. Hann segir aðspurður um hvort farið verði í Bitruvirkjun að fólk geti lagt saman 2 og 2 og fengið út fjóra.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Óskar Bergsson í vefsjónvarpi MBL. Þar segir hann einnig að ekki hafi komið til greina að ganga til samstarfs við Tjarnarkvartettinn þar sem orðum Ólafs Magnússonar sé ekki treystandi. Ekki sé víst að hann hefði staðið við að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundsdóttur varaborgarfulltrúa fipi samstarfið við Sjálfstæðismenn í byrjun en telur ekki að meirihlutinn hangi á því að hann haldi heilsu. Það hleypi bara spennu í sambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert