Fjöldi húsa rifinn

Það getur tekið nokkur ár fyrir skemmdir að koma í …
Það getur tekið nokkur ár fyrir skemmdir að koma í ljós mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Af þeim íbúðarhúsum sem urðu fyrir tjóni í Suðurlandsskjálftanum í maí eru 24 svo mikið skemmd að vátryggingafé dugar ekki fyrir viðgerðum. Ekki borgar sig að gera við þau miðað við matsverð þeirra. Verða þau bætt að fullu og að öllum líkindum rifin að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Viðlagatrygginga Íslands.

Tilkynnt hefur verið um tjón á yfir 2000 íbúðarhúsum eftir skjálftann og stendur skoðun þeirra enn yfir. Þónokkur útihús og sumarbústaðir skemmdust einnig í skjálftanum. Um 750 húsanna hafa verið könnuð en vonast er til að tjónaskoðun ljúki fyrir lok árs. „Þetta er gríðarleg vinna, mikið verk og kostnaðarsamt og þessu fylgja útreikningar og fleira. Maður verður að vona það besta og reyna að láta þetta ganga sem hraðast,“ segir Ásgeir.

Ekki allir komnir heim

Ríkissjóður stendur einnig straum af kostnaði við húsnæði sem sveitarfélögin hafa útvegað þeim sem ekki geta snúið til síns heima eftir skjálftann. Ólafur segir töluverðan fjölda fólks ennþá búa í slíku húsnæði vegna skemmda eða viðgerða heima fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert