Fangar bíða eftir bótum

Allnokkrar skemmdir urðu á eignum fanga á Litla-Hrauni í Suðurlandsskjálftunum í lok maí síðastliðins. Jafnframt urðu talsverðar skemmdir á innanstokksmunum í fangelsinu sjálfu og á byggingunum sjálfum.

Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona fangelsisins, segir að ekki sé búið að ganga frá bótum vegna skemmdanna en málið sé í ferli. Margrét segir að búið sé að skila skýrslum um allar skemmdir á innbúi en enn eigi eftir að vinna verkfræðimat á skemmdum á byggingum. „Það skemmdust hjá okkur tölvuskjáir og sjónvörp og aðrir munir sem hrundu í gólfið. Hið má segja hið sama um eignir fanganna, það varð tjón á tölvum og sjónvörpum. Í langflestum tilvikum voru það þeirra eignir og fæstir þeirra eru með sínar eignir tryggðar. Við mynduðum allt og skiluðum skýrslum til Ólafs Arnar Haraldssonar, verkefnisstjóra þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert