Fangar bíða eftir bótum

All­nokkr­ar skemmd­ir urðu á eign­um fanga á Litla-Hrauni í Suður­lands­skjálftun­um í lok maí síðastliðins. Jafn­framt urðu tals­verðar skemmd­ir á inn­an­stokks­mun­um í fang­els­inu sjálfu og á bygg­ing­un­um sjálf­um.

Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, for­stöðukona fang­els­is­ins, seg­ir að ekki sé búið að ganga frá bót­um vegna skemmd­anna en málið sé í ferli. Mar­grét seg­ir að búið sé að skila skýrsl­um um all­ar skemmd­ir á inn­búi en enn eigi eft­ir að vinna verk­fræðimat á skemmd­um á bygg­ing­um. „Það skemmd­ust hjá okk­ur tölvu­skjá­ir og sjón­vörp og aðrir mun­ir sem hrundu í gólfið. Hið má segja hið sama um eign­ir fang­anna, það varð tjón á tölv­um og sjón­vörp­um. Í lang­flest­um til­vik­um voru það þeirra eign­ir og fæst­ir þeirra eru með sín­ar eign­ir tryggðar. Við mynduðum allt og skiluðum skýrsl­um til Ólafs Arn­ar Har­alds­son­ar, verk­efn­is­stjóra þjón­ustumiðstöðvar vegna jarðskjálft­anna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert