Lögmaður Ramsesar þakkar ráðherra

Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Keníamannsins Paul Ramses.
Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Keníamannsins Paul Ramses. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

 

Katrín Theó­dórs­dótt­ir lögmaður Ramses­ar, seg­ir að það sé full ástæða til þess að þakka dóms­málaráðherra og öðrum ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir að hafa tekið já­kvæða ákvörðun í máli flótta­manns­ins Ramses­ar. Seg­ir í til­kynn­ingu frá henni að meg­in niðurstaða dóms­málaráðherra sé í sam­ræmi við ósk­ir henn­ar sem lög­manns Ramses­ar þannig að beiðni hans um hæli verður tek­in fyr­ir að nýju.

„Það er full ástæða til að þakka dóms­málaráðherra og öðrum ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir að hafa tekið já­kvæða ákvörðun í máli flótta­manns­ins Ramses­ar. Meg­in niðurstaða dóms­málaráðherra er í sam­ræmi við ósk­ir mín­ar sem lög­manns Ramses­ar þannig að beiðni hans um hæli verður tek­in fyr­ir að nýju. Þótt deila megi um laga­tækni­leg­ar út­list­an­ir ráðuneyt­is­ins hlýt­ur meg­in niðurstaðan að skipta mestu máli; hér hafa sjón­ar­mið mannúðar og rétt­læt­is fengið að njóta sín, þannig að hægt er að líta á niður­stöðu máls­ins sem mik­il­væg­an ávinn­ing í mann­rétt­inda­bar­áttu á Íslandi.

Með vænt­an­legri end­urupp­töku máls­ins má ætla að ör­yggi ein­stak­lings sem sá fram á ör­vænt­ingu og of­sókn­ir í fjar­lægu landi verði tryggt um leið og ung fjöl­skylda verður sam­einuð á ný; eig­in­kona Ramses­ar og ungt barn þeirra hjóna sem fædd­ist hér á landi hafa beðið föður­ins um nokk­urra vikna skeið. Um leið og þessu já­kvæða skrefi er fagnað er full ástæða til að óska eft­ir því að fram­hald máls­ins verði af op­in­beru hálfu sömu­leiðis í far­vegi mannúðarsjón­ar­miða og fé­lags­legs rétt­læt­is.  

Að lok­um vil ég þakka þeim fjöl­mörgu sem lagt hafa þessu nauðsynj­ar­máli lið."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert