Ljósmæður ræddu við þingmenn

Ljóðmæður við Alþingishúsið í dag.
Ljóðmæður við Alþingishúsið í dag. mbl.is/Golli

Ljósmæður hittu heilbrigðisnefnd Alþingis á fundi í hádeginu í dag til að ræða stöðuna í kjaradeilu þeirra við ríkið. Að óbreyttu skellur á verkfall ljósmæðra á miðnætti í kvöld.

Ljósmæður voru einnig á þingpöllum Alþingis þegar fundur hófst þar klukkan 13:30 en þar var m.a. fjallað um launakjör ljósmæðra í fyrirspurnartíma.

Ljósmæður afhentu þingmönnum m.a. yfirlit yfir stöðu mála varðandi kjarabaráttu ljósmæðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert