Bæturnar hærri í Noregi

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

Ef fjárhæðir bóta til þeirra vistmanna sem urðu fyrir ofbeldi af ýmsum toga á meðferðarheimilum eru bornar saman við þær sem dæmdar eru börnum og ungmennum sem hafa þurft að sæta langvarandi kynferðislegu ofbeldi má sjá að þær fyrrnefndu eru nokkru hærri. Miðað er við að greiða út 69.500 kr. fyrir hvert miskastig, sbr. 4. gr. skaðabótalaga, og er það að undirlagi álits Torfa Magnússonar, sérfræðings í taugalækningum, og Tómasar Zoëga, sérfræðings í geðlækningum.

Við gerð frumvarpsins, sem ekki er lokið, var leitað til Torfa og Tómasar og þeir beðnir að leggja mat á líklegar geðrænar afleiðingar með tilliti til þess sem fram kemur í skýrslum fyrir Breiðavíkurnefndinni svonefndu. Lögðu þeir m.a. til stigakerfið sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær.

Sveitarfélögin gripu til aðgerða

Sérstök nefnd á vegum Stórþingsins gerði tillögu um að hámarksbætur yrðu 300 þúsund norskar kr., sem gera um 4,5 milljónir íslenskra kr. Tillagan var samþykkt á þinginu um mitt ár 2005.

Eftir að skýrslan hafði verið gefin út ákváðu nokkur sveitarfélög, þar sem upplýst var um illa meðferð og ofbeldi á heimilum, að greiða hærri bætur. Þannig ákvað Björgvin að greiða allt að 11 milljónir íslenskra kr. og tillögur um sömu upphæð komu fram í Þrándheimi.

Þessar bætur komu aukalega til vistmanna, óháð því hversu mikið þeir fengu í gegnum bótakerfi Stórþingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert