Rannsakað með aðkomu REI

Sigrún Elsa Smáradóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir mbl.is

Yf­ir­borðsrann­sókn­ir með aðkomu Reykja­vik Energy In­vest (REI) í Indó­nes­íu og á Fil­ipps­eyj­um eru hafn­ar. Full­trú­ar REI voru stadd­ir í lönd­un­um tveim­ur seinni hluta ág­úst­mánaðar til að hitta sam­starfsaðila sína og fara yfir stöðu mála. Meðal þeirra sem fóru í ferðina var Sigrún Elsa Smára­dótt­ir, sem sit­ur í stjórn REI.

Á Fil­ipps­eyj­um eiga REI og Geys­ir Green Energy (GGE) sam­an fyr­ir­tækið En­vent Hold­ing sem er stýrt af Guðmundi F. Sig­ur­jóns­syni. Það fé­lag á síðan 40 pró­senta hlut í Bilir­an Geot­hermal Inc. sem fram­kvæm­ir rann­sókn­irn­ar þar.

Að sögn Sigrún­ar Elsu er einnig verið að skoða þrjú svæði til viðbót­ar á eyj­un­um þó að Bilir­an-verk­efnið sé lengst komið. „Þar eru þrjár bor­hol­ur nú þegar og ein sem lof­ar góðu. Þegar þess­ar hol­ur voru boraðar á sín­um tíma þótti bor­holu­vökvinn mjög erfiður, en hann er svipaður og sá sem finnst á Reykja­nesi. Við telj­um okk­ur því ráða vel við efna­sam­setn­ing­una á hon­um.“ Stefnt er að því að yf­ir­borðsrann­sókn­um á Bilir­an ljúki í maí á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert