Rannsakað með aðkomu REI

Sigrún Elsa Smáradóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir mbl.is

Yfirborðsrannsóknir með aðkomu Reykjavik Energy Invest (REI) í Indónesíu og á Filippseyjum eru hafnar. Fulltrúar REI voru staddir í löndunum tveimur seinni hluta ágústmánaðar til að hitta samstarfsaðila sína og fara yfir stöðu mála. Meðal þeirra sem fóru í ferðina var Sigrún Elsa Smáradóttir, sem situr í stjórn REI.

Á Filippseyjum eiga REI og Geysir Green Energy (GGE) saman fyrirtækið Envent Holding sem er stýrt af Guðmundi F. Sigurjónssyni. Það félag á síðan 40 prósenta hlut í Biliran Geothermal Inc. sem framkvæmir rannsóknirnar þar.

Að sögn Sigrúnar Elsu er einnig verið að skoða þrjú svæði til viðbótar á eyjunum þó að Biliran-verkefnið sé lengst komið. „Þar eru þrjár borholur nú þegar og ein sem lofar góðu. Þegar þessar holur voru boraðar á sínum tíma þótti borholuvökvinn mjög erfiður, en hann er svipaður og sá sem finnst á Reykjanesi. Við teljum okkur því ráða vel við efnasamsetninguna á honum.“ Stefnt er að því að yfirborðsrannsóknum á Biliran ljúki í maí á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert