Allt í rembihnút

Fundur til stuðnings ljósmæðrum var haldinn á Austurvelli í gær.
Fundur til stuðnings ljósmæðrum var haldinn á Austurvelli í gær. mbl.is/G. Rúnar

Samn­inga­nefnd rík­is­ins hef­ur ekki viður­kennt að það eigi fyrst og fremst eða ein­göngu að miða við mennt­un þegar kem­ur að röðun stétta í launa­flokka. Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, seg­ir að það eigi miklu frek­ar að taka mið af „eðli starfa“. Ólík nálg­un við þessa hluti virðist eiga stór­an þátt í því að kjara­deila ljós­mæðra er í hnút og eng­in lausn í sjón­máli þrátt fyr­ir verk­fall.

Ljós­mæður eru ekki fyrsta stétt­in sem fer í verk­fall til að „leiðrétta skekkju í launa­töfl­unni“. Grunn­skóla­kenn­ar­ar hafa lengi haldið því fram að kennslu­starfið sé ekki rétt metið í sam­an­b­urði við aðrar stétt­ir. Þroskaþjálf­ar áttu fyr­ir fáum árum í harðri kjara­deilu sem háð var und­ir þeim merkj­um að ekki væri tekið til­lit til mennt­un­ar þroskaþjálfa. Leik­skóla­kenn­ar­ar hafa háð svipaða bar­áttu og hægt er að nefna fleiri.

Gunn­ar seg­ir að ríkið hafi aldrei lagt ein­göngu mennt­un til grund­vall­ar við mat á störf­um. Miklu frek­ar sé horft til eðli starfa. Hann bend­ir á að fyr­ir 10 árum hafi þessi mál verið rædd við ljós­mæður og þá hafi þær lagt áherslu á að ljós­mæðrum yrði ekki mis­munað í laun­um eft­ir því hvað þær hefðu mikla mennt­un að baki, en elstu ljós­mæðurn­ar hafa ekki verið í 6 ára há­skóla­námi eins og þær yngri.

Þarf enga aðlög­un til að leiðrétta skekkju

Guðlaug Ein­ars­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags­ins, seg­ist geta tekið und­ir það að þessi launa­leiðrétt­ing sé lang­tíma­verk­efni. Þessi krafa ljós­mæðra sé búin að vera uppi á borðinu í mörg­um samn­ing­um síðastliðin ár. Nú sé komið að því að gera eitt­hvað. Hún seg­ist ekki geta skilið hvers vegna það þurfi að vera ein­hver aðlög­un að því að leiðrétta skekkju í launa­kerf­inu. Ef menn viður­kenni að það sé vit­laust gefið eigi menn að laga það og það strax. Aðspurð seg­ir hún að það sé henn­ar skiln­ing­ur að samn­inga­nefnd rík­is­ins virður­kenni að það sé skekkja í launa­kerf­inu og það halli á ljós­mæður. Samt hafi ekki náðst sam­komu­lag um að laga þetta.

Kröf­ur ljós­mæðra eru um 25% hækk­un launa, en að öðru leyti hafa þær lýst sig til­bún­ar að gera sams kon­ar samn­inga og önn­ur fé­lög inn­an BHM. BHM gerði fyrr á ár­inu skamm­tíma­samn­ing sem renn­ur út á næsta ári. Bæði Guðlaug og Gunn­ar segja að lít­il umræða hafi átt sér stað um samn­ing til lengri tíma. Staðan sé erfið og lítið hafi miðað í samn­ings­átt á síðustu fund­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert