Ljósmæður í baráttuhug

Frá fundi ljósmæðra í gærkvöldi.
Frá fundi ljósmæðra í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Ljós­mæðrafé­lag Íslands boðaði til fé­lags­fund­ar í gær­kvöldi að lokn­um enn öðrum ár­ang­urs­laus­um fundi með samn­inga­nefnd rík­is­ins.

Fund­ur­inn var afar vel sótt­ur og mik­ill meiri­hluti fé­lags­manna mætti, eða um 70 manns sem er sér­stak­lega mikið í ljósi þess að boðað var til fund­ar­ins með tveggja klukku­stunda fyr­ir­vara.

„Við vor­um að kynna stöðu mála fyr­ir okk­ar fé­lags­mönn­um, fara yfir stöðu samn­ingaviðræðna, þau til­boð sem lögð hafa verið fram og annað slíkt, þannig að fé­lags­menn vissu al­veg hvar við vær­um stadd­ar í því ferli,“ seg­ir Guðlaug Ein­ars­dótt­ir, formaður Fé­lags ljós­mæðra.

Hún sagði mik­il­vægt að fá staðfest­ingu á því að samn­inga­nefnd­in væri á sömu nót­um og meiri­hluti ljós­mæðra. „Við nátt­úru­lega störf­um í umboði fé­lags­manna og þurf­um að vita hvað þeir eru að hugsa.“

Guðlaug sagði fund­inn taka all­an vafa af um að afstaða ljós­mæðra væri hin sama og stefna þeirra myndi ekki breyt­ast þótt hægt gengi. „Við feng­um ótví­ræð skila­boð þaðan, við höf­um full­an stuðning frá okk­ar fé­lags­mönn­um. Það er eng­an bil­bug að finna á ljós­mæðrum held­ur er fyrst og fremst ein­hug­ur um að halda áfram á þeirri leið sem við lögðum upp með.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert