Ljósmæður: Uppsagnir löglegar

Ljósmæður telja uppsagnir fyllilega standast lög.
Ljósmæður telja uppsagnir fyllilega standast lög. mbl.is/Golli

„Þetta er það eina til­legg sem hann hef­ur til þess­ar­ar umræðu," sagði Guðlaug Ein­ars­dótt­ir formaður LMFÍ um stefnu fjár­málaráðherra á hend­ur Ljós­mæðrafé­lagi Íslands.

Ljós­mæðrafé­lagið fundaði fyr­ir skömmu með lög­manni sín­um og þeim ljós­mæðrum sem sögðu upp störf­um í lok júní vegna stefnu fjár­málaráðherra þar sem farið er fram á að fé­lags­dóm­ur lýsi þær upp­sagn­ir ólög­mæt­ar.

Málið verður flutt í næstu viku og ræddu ljós­mæður við lög­mann sinn um málið. 

„Upp­sagn­irn­ar eru á ein­stak­lings basis og hver og ein ljós­móðir hef­ur sagt upp á sín­um for­send­um," sagði Guðlaug. „Það er í valdi hverr­ar og einn­ar ljós­móður að draga upp­sögn sína til baka, ekki fé­lags­ins.“

Gild­is­matið er síðan 1962

Guðlaug sagði að megnið af upp­sögn­un­um komu í kjöl­far mik­ils hita­fund­ar í lok júní. „Gunn­ar Björns­son formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins var innt­ur eft­ir því hvort afstaða hans til krafna ljós­mæðra við launa­leiðrétt­ingu hefði breyst við að heyra kröf­urn­ar. Þá sagði hann að afstaða samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins hefði ekki breyst síðan 1962. Þar höf­um við loks­ins skýr­ingu á því hvað full­trú­ar fjár­málaráðuneyt­is­ins með eðli starfa en ekki mennt­un en það er það sem hann vill launa fyr­ir og það gild­is­mat er síðan 1962 og ef þetta ger­ir ekki hverja mann­eskju brjálaða sem held­ur virki­lega að öll kvenna- og jafn­rétt­is­bar­átta síðastliðin 50 ár hafi verið til ein­hvers, þá veit ég ekki hvað,"sagði Guðlaug.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert