Fæddi og fór strax heim til sín

Helga Björg Ragnarsdóttir með dótturina.
Helga Björg Ragnarsdóttir með dótturina. mbl.is/Golli

„Þetta er skerðing á þjón­ustu við fæðandi kon­ur,“ seg­ir Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir sem eignaðist sitt þriðja barn í gær. „Fleiri kon­ur bíða, þannig að þetta hef­ur þau áhrif að ég verð bara að fara heim nokkr­um klukku­stund­um eft­ir fæðingu,“ seg­ir hún en bæt­ir við að hún hafi áður farið í Hreiðrið en nú sé það lokað vegna verk­falls ljós­mæðra.

„Í Hreiðrinu gat fjöl­skyld­an verið sam­an en hérna er ég ein með barnið og mér finnst það verra,“ seg­ir Helga og bæt­ir við að ein­kenni­legt sé að ríkið skuli ekki bregðast við verk­föll­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert