Fæddi og fór strax heim til sín

Helga Björg Ragnarsdóttir með dótturina.
Helga Björg Ragnarsdóttir með dótturina. mbl.is/Golli

„Þetta er skerðing á þjónustu við fæðandi konur,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir sem eignaðist sitt þriðja barn í gær. „Fleiri konur bíða, þannig að þetta hefur þau áhrif að ég verð bara að fara heim nokkrum klukkustundum eftir fæðingu,“ segir hún en bætir við að hún hafi áður farið í Hreiðrið en nú sé það lokað vegna verkfalls ljósmæðra.

„Í Hreiðrinu gat fjölskyldan verið saman en hérna er ég ein með barnið og mér finnst það verra,“ segir Helga og bætir við að einkennilegt sé að ríkið skuli ekki bregðast við verkföllunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka