Gæti leitt til stigmögnunar deilu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að sú ákvörðun fjármálaráðherra að stefna Ljósmæðrafélagi Íslands fyrir félagsdóm vegna fjöldauppsagna sé ekki heppileg og geti leitt til stigmögnunar deilunnar þótt menn teldu sig hafa réttinn sín megin. 

Ingibjörg Sólrún sagði, að það væri skilningur á því í ríkisstjórninni að ljósmæður þurfi að fá ákveðna launaleiðréttingu. Það sé þó ekki þar með sagt að fallist verði á 25% hækkun, eins og ljósmæður hafa krafist, því  margar kvennastéttir sem eru vanhaldnar í launum og ekki sé hægt að taka svona stór skref í einum áfanga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka