Lækjargata 2 tekin niður

Húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í eldinum.
Húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í eldinum.

Borg­ar­yf­ir­völd hafa veitt leyfi til þess að taka niður húsið Lækj­ar­götu 2, vegna fyr­ir­hugaðrar end­ur­bygg­ing­ar á hús­inu. Minja­vernd hef­ur tekið að sér að stjórna verk­efn­inu.

Þor­steinn Bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Minja­vernd­ar, seg­ir að nú sé verið að fara yfir stöðuna og ákveða í smærri atriðum hvernig staðið verði að verk­inu. Brátt ljúki forn­leifa­rann­sókn­um á næstu lóð að Aust­ur­stræti 22 og þá verði hægt að byrja á verk­inu.

Fyrsta skrefið verði að fara inn í Lækj­ar­götu 2 og hreinsa allt út úr hús­inu en ekki hef­ur verið hreyft þar við neinu síðan miðbæj­ar­brun­inn mikli varð 18. apríl 2007. Að því loknu verði húsið mælt hátt og lágt og ástand þess metið.

Að sögn Þor­steins er húsið í raun sam­safn 5-6 bygg­inga, þótt það sé í einni heild í dag. Ekki sé ætl­un­in að rífa húsið niður í frum­eind­ir. Hug­mynd­in sé sú að reyna að ná sem mestu af elsta hluta húss­ins og flytja hann á heppi­leg­an stað til viðgerða og end­ur­bóta. Hann verði svo flutt­ur á sinn stað að viðgerð lok­inni.

Þá hafa borg­ar­yf­ir­völd einnig gefið leyfi til þess að fjar­lægja í heilu lagi hlaðið eld­stæði, sem er það eina sem eft­ir stóð af hús­inu nr. 22 við Aust­ur­stræti, í kjöl­far brun­ans mikla. Að sögn Þor­steins er þetta merki­legt mann­virki, enda elsta eld­stæðið sem vitað er um inn­an borg­ar­mark­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert