Ljósmæður óánægðar með barnalækna

„Við erum óánægðar með þá upplifun að barnalæknar styðji okkur ekki í þessari baráttu,“ segir Anna Eðvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Ljósmæður hófu sitt annað verkfall 10. september síðastliðinn.

„Þegar við fórum niður í barnalæknaskoðun uppgötvuðum við að barnalæknar geta verið án ljósmæðra því þeir vinna okkar störf meðan á verkfalli stendur. Við erum búnar að fylgjast með í þrjá daga og þeir hafa alltaf unnið okkar verk. Einnig meina þeir okkur aðgang að stofu þar sem 5 daga skoðun fer fram.“

Anna segir barnalækna og ljósmæður sjá saman um skoðun á fimm daga gömlum börnum. Þær sinna mikilvægum störfum í þeirri skoðun. „Læknar ættu ekki að fá að ganga í okkar störf en þeir taka þetta að sér og hunsa okkur algjörlega.“ Hörður Bergsteinsson, yfirlæknir á vökudeild LHS, segir þetta rangt en vildi ekki tjá sig frekar um mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka