Ljósmæður óánægðar með barnalækna

„Við erum óánægðar með þá upp­lif­un að barna­lækn­ar styðji okk­ur ekki í þess­ari bar­áttu,“ seg­ir Anna Eðvalds­dótt­ir, ljós­móðir og hjúkr­un­ar­fræðing­ur. Ljós­mæður hófu sitt annað verk­fall 10. sept­em­ber síðastliðinn.

„Þegar við fór­um niður í barna­lækna­skoðun upp­götvuðum við að barna­lækn­ar geta verið án ljós­mæðra því þeir vinna okk­ar störf meðan á verk­falli stend­ur. Við erum bún­ar að fylgj­ast með í þrjá daga og þeir hafa alltaf unnið okk­ar verk. Einnig meina þeir okk­ur aðgang að stofu þar sem 5 daga skoðun fer fram.“

Anna seg­ir barna­lækna og ljós­mæður sjá sam­an um skoðun á fimm daga göml­um börn­um. Þær sinna mik­il­væg­um störf­um í þeirri skoðun. „Lækn­ar ættu ekki að fá að ganga í okk­ar störf en þeir taka þetta að sér og hunsa okk­ur al­gjör­lega.“ Hörður Berg­steins­son, yf­ir­lækn­ir á vöku­deild LHS, seg­ir þetta rangt en vildi ekki tjá sig frek­ar um mál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert