Sveinn Kjartan Sveinsson látinn

Sveinn K. Sveinsson.
Sveinn K. Sveinsson.

Sveinn Kjartan Sveinsson, fyrrverandi forstjóri Völundar, lést í fyrrakvöld, 84 ára að aldri.

Sveinn fædist 1. júní 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sveinn M. Sveinsson, forstjóri Völundar og kona hans Soffía Emelía Haraldsdóttir. Sveinn varð stúdent frá MR 1943. Hann lauk fyrirhlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1945 og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1948.

Sveinn var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins 1948 til 1954. Hann var verksmiðjustjóri hjá timburversluninni Völundi í Reykjavík 1954 til 1968 og forstjóri fyrirtækisins frá 1964. Hann sat í stjórn Iðngarða hf. frá 1964 og var jafnframt framkvæmdastjóri. Hann var formaður stjórnar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins 1965 til 1973 og í stjórn Verkfræðingafélags Íslands 1952 til 1954. Þá var Sveinn formaður hestamannafélagsins Fáks 1973 til 1976.

Hinn 27. maí 1950 kvæntist Sveinn Ingu Vilborgu Einarsdóttur röntgentækni, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sjö börn, Guðrúnu, sem er látin, Soffíu, Svein Magnús, Guðmund, Einar, Sigurð og Þórlaugu. Barnabörn og barnabarnabörn þeirra eru 32 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert