Sáttafundur er nú að hefjast í húsnæði ríkissáttasemjara með fulltrúum ljósmæðra og fjármálaráðuneytisins. Viðræður um nýjan kjarasamning ljósmæðra hafa verið árangurslausar og hafa ljósmæður farið í tvö tveggja sólarhringa verkföll til að leggja áherslu á kröfur sínar um 25% grunnlaunahækkun.
Boðað hefur verið til nýs þriggja sólarhringa verkfalls 17.-19. september hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma.