Miðlunartillaga í ljósmæðradeilu

Frá fundi ljósmæðra í síðustu viku.
Frá fundi ljósmæðra í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur í dag, 16. sept­em­ber 2008, lagt fram miðlun­ar­til­lögu í kjara­deilu Ljós­mæðrafé­lags Íslands ann­ars veg­ar og
fjár­málaráðherra fyr­ir hönd rík­is­sjóðs hins veg­ar. Miðlun­ar­til­lag­an verður ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en at­kvæði hafa verið greidd um hana.

Sam­komu­lag er um að Ljós­mæðrafé­lag Íslands sjái um at­kvæðagreiðslu fé­lags­manna sinna und­ir eft­ir­liti rík­is­sátta­semj­ara. Verður miðlun­ar­til­lag­an kynnt á fé­lags­fundi í Reykja­vík í kvöld og á Ak­ur­eyri fyr­ir há­degi á morg­un. Miðlun­ar­til­lag­an verður ekki birt öðrum en þeim sem eiga hlut að máli fyrr en niðurstaða ligg­ur fyr­ir úr at­kvæðagreiðslu.

Sam­hliða fram­lagn­ingu þess­ar­ar miðlun­ar­til­lögu hef­ur Ljós­mæðrafé­lag Íslands samþykkt að af­lýsa því verk­falli sem koma átti til fram­kvæmda á miðnætti í kvöld. Jafn­framt eru aðilar sam­mála um að fresta meðferð Fé­lags­dóms­máls um lög­mæti upp­sagna ljós­mæðra og að málið falli niður verði miðlun­ar­til­lag­an samþykkt enda hvetji Ljós­mæðrafé­lag Íslands fé­lags­menn sína til að aft­ur­kalla upp­sagn­irn­ar.

Miðlun­ar­til­lag­an verður send til fé­lags­manna á ra­f­rænu formi og at­kvæði verða greidd ra­f­rænt.  At­kvæðagreiðslan hefst kl. 12 á morg­un og lýk­ur kl. 12 á föstu­dag­inn. Stefnt er að því að niðurstaða taln­ing­ar liggi fyr­ir kl. 14 þann dag.

Fjár­málaráðherra skal skila at­kvæði sínu til rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir kl. 12 föstu­dag­inn 19. sept­em­ber 2008.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert