Ljósmæður fá allt að 21% hækkun

Ljósmæður á félagsfundi í gærkvöldi þar sem miðlunartillagan var kynnt.
Ljósmæður á félagsfundi í gærkvöldi þar sem miðlunartillagan var kynnt. mbl.is/Frikki

Ljós­mæður fá allt að 21% launa­hækk­un, sam­kvæmt miðlun­ar­til­lögu sem rík­is­sátta­semj­ari lagði fram í launa­deilu ljós­mæðra og rík­is­ins í gær Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag. Ra­f­ræn at­kvæðagreiðsla hefst meðal ljós­mæðra um til­lög­una í dag en for­ustu­menn Ljós­mæðrafé­lags Íslands hafa mælt með því að til­lag­an verði samþykkt.

Blaðið seg­ir að launa­kostnaður rík­is­ins vegna ljós­mæðra hækki um 21%. Mis­mun­andi sé hve ljós­mæður hækki í laun­um en ákveðnir hóp­ar fái allt að 21%. Þá geri til­lag­an ráð fyr­ir því að ríkið kaupi Vís­inda­sjóð af ljós­mæðrafé­lag­inu.

Samn­inga­nefnd  ljós­mæðra kynnti miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara á fjöl­menn­um fundi í Rúg­brauðsgerðinni í gær­kvöldi og talaði fyr­ir henni, en Guðlaug Ein­ars­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands, seg­ir ómögu­legt að segja til um hvernig at­kvæðagreiðslan um hana fari. „Það verður að koma í ljós hvort þær eru sam­mála okk­ar mati eða ekki,“ seg­ir hún. 

Fé­lags­menn í Ljós­mæðrafé­lagi Íslands (LMFÍ) munu frá og með há­degi í dag geta kosið um til­lög­una með ra­f­ræn­um hætti en kosn­ingu lýk­ur kl. 12 á föstu­dag, á sama tíma og fjár­málaráðherra á að skila sínu at­kvæði til rík­is­sátta­semj­ara. Niður­stöður úr kosn­ingu ljós­mæðra munu liggja fyr­ir kl. 14 sam­dæg­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert