Ófært mun vera inn í Langadal í Þórsmörk vegna vatnavaxta í Merkuránum, þ.e. Steinholtsá, Hvanná og Krossá. Þetta kemur fram á vef Ferðafélags Íslands.
Skólahópur er nú um stundir í Langadal og verður, að sögn skálavarðar Ferðafélagsins, beðið með brottför þar til minnkað hefur í ánum.
Félagið hvetur ferðamenn til að sýna aðgát og varfærni í ferðum sínum um svæðið og alls ekki leggja yfir árnar í þeim vexti sem þær eru nú.