Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara

Ægir og Týr í Reykjavíkurhöfn í sumar.
Ægir og Týr í Reykjavíkurhöfn í sumar. mbl.is/G. Rúnar

Skipum Landhelgisgæslu Íslands hefur verið lagt við Reykjavíkurhöfn í sparnaðarskyni. Þetta staðfesti Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar, við 24 stundir í gær. Hár olíukostnaður hefur verið íþyngjandi fyrir rekstur Gæslunnar það sem af er ári.

„Það eru fyrst og fremst miklar eldsneytishækkarnir sem búa að baki. Skipin eru þó til reiðu og áhafnir eru við vinnu í skipunum, við viðhald og annað. En þetta þýðir að skipin eru mun meira í höfn í Reykjavík heldur en reiknað var með.“

Sólmundur segir að eldsneytishækkanirnar milli ára séu umtalsverðar. „Hækkanirnar hlaupa á tugum milljóna á ársgrundvelli og við þurfum að bregðast við þessu. Eldsneytisverð hefur þó verið að sveiflast mikið og að undanförnu hefur það verið að fara niður á við á heimsmörkuðum.“ mh

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert