Tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald

Lögreglustöðin á Akureyri
Lögreglustöðin á Akureyri mbl.is/Margrét Þóra

Karlmaður og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á Akureyri.  Á föstudag voru karlmaður og kona á þrítugs- og fertugsaldri handtekin á Akureyri vegna gruns um nytjastuld á ökutæki. Við rannsókn málsins kom í ljós að þau höfðu einnig í byrjun mánaðarins brotist inn í mannlaust hús á Akureyri og dvalið þar í einhvern tíma.

Sömuleiðis kom í ljós að þau höfðu fyrr í þessum mánuði brotist inn í sumarbústað í landi Halllands austan Akureyrar og dvalið þar í um viku tíma. Talsverðar skemmdir urðu á bústaðnum af þeirra völdum.

Farið var fram á gæsluvarðhald yfir tvímenningunum vegna rannsókna á málum þeirra og voru þau úrskurðuð í gæsluvarðhald til 26. september n.k. Þau hafa bæði komið áður við sögu lögreglu vegna afbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert