Minni hræðsla en í fyrra

Mynd af skólanum þar sem skotárásin var framin.
Mynd af skólanum þar sem skotárásin var framin. Reuters

Sonja Rosengren, hálf­ís­lensk­ur mennta­skóla­nem­andi í Hels­inki, seg­ir að viðbrögð nem­enda í skól­an­um við skotárás­inni í Kauhajoki í Aust­ur­botni í Finn­landi hafi ekki ein­kennst af eins mik­illi hræðslu og eft­ir skotárás­ina í Tu­usula í fyrra. „Þá varð fólk ótrú­lega hrætt en nú voru nem­end­ur frek­ar hissa,“ seg­ir hún.

Í árás­inni í Tu­usula lét­ust átta nem­end­ur. Staðfest er að 9 létu lífið í árás­inni í Kauhajoki í morg­un. Árás­armaður­inn reyndi að svipta sig lífi en tókst ekki. 

Sonja nem­ur við skól­ann Koill­is-Hels­ing­in Lukio. Aðspurð seg­ir hún að árás­in í fyrra hafi verið mikið rædd í kennslu­stund­um en hún hafi ekki leitt til breyt­inga á um­gjörð skóla­starfs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka