Flótti úr lögreglu Suðurnesja

Þrír lykilstarfsmenn hætta störfum ásamt Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum sem hefur beðist lausnar frá embætti frá og með fyrsta október. Hann segir trúnaðarbrest milli sín og dómsmálaráðherra. Aðrir lykilmenn sem vilja hætta eru Eyjólfur Kristjánsson staðgengill lögreglustjóra, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri og Ásgeir J. Ásgeirsson starfsmannastjóri.

Eyjólfur Kristjánsson segir  að þetta sé rökrétt framhald atburða síðustu daga. Samskipti við Dómsmálaráðuneytið hafi verið með þeim hætti að hann hafi ekki löngun til þess lengur að starfa í þessu kerfi. Það sé búið að drepa niður, hægt og örugglega, allan þann eldmóð og þann loga sem hafi verið hjá embættinu á undanförnum vikum og mánuðum.

Jóhann R. Benediktsson segir að vissulega séu þetta þung spor en hann telji sig vera að vernda hagsmuni embættisins og starfsmanna.  Lögreglustjóraembættið njóti ekki sannmælis við núverandi aðstæður og fái ekki sanngjarna meðferð.  Það segi sig þó sjálft að enginn maður vilji enda starfsferil sinn á þann hátt sem hann sé að gera núna. Nýir stjórnendur og þóknanlegir ráðherra verði þó að koma að ef ekki eigi illa að fara.  Hann segir að alvarleg staða löggæslumála í landinu sé áhyggjuefni, vandinn sé ekki bundinn við Suðurnesin, stöðugar frettir berist af óróa og erfiðleikum annars staðar og almenningur hljóti að skilja að það sé eitthvað mikið að.

Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. …
Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. Ásgeirsson koma til starfsmannafundarins í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert