Skaftárhlaup fjarar út

Hlaupið í Skaftá er að fjara út og fór rennsli árinnar hæst í 1500 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið náði hámarki uppi við jökul í gærmorgun en í byggð gærkvöldi og er það með stærri hlaupum sem hafa komið. Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal tók þessar myndir  um hádegisbilið í gær við Skaftárdal og eins við bæinn Ása. Lítið tjón varð á vegum en talsvert á gróðri þar sem flæddi yfir gróið land. Bændur bíða oft tjón af Skaftárhlaupum. Einkum og sérílagi eru þau varasöm á sumrin en sauðfé getur fest í drullunni og drepist. Þá er framburðurinn varasamur eftir að hann þornar og veldur þá sand og moldroki. Sauðfé er nú að mestu komið á hús og því minni hætta á fjárskaða en ella.

Oddur Sigurðsson vatnamælingamaður hjá Orkustofnun segir að það hafi verið boruð hola í íshelluna sem liggur yfir stöðuvatningu undir jöklinum. Þar hafi verið komið fyrir þrýstings og hitamæli. Þess vegna hafi Orkustofnun nú í kjölfar þessa hlaups betri upplýsingar um upptök slíkra hlaupa en nokkru sinni fyrr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka